UNGLINGAFIT

Æfingar þar sem meiri áhersla er lögð á tækni/líkamsbeitingu og æfingar með líkamsþyngd. Krakkarnir læra undirstöðu atriði í olympískum lyftingum, fimleikum, kraftlyftingum ofl, bæta liðleika, snerpu, samhæfingu, jafnvægi.

Tímarnir eru í gangi allt árið og iðkendur geta byrjað um leið og forráðamaður hefur fengið póst um staðfestingu skráningar.

UnglingaFit 12-16 ára

Öllum UnglingaFit samingum fylgir aðgangur að Open gym, en ath aldurstakmörk á open gym er 14 ára nema í fylgd með forráðamanni. 

Ótímabundinn samningur er bundin í 12 mánuði og uppsegjanlegur að þeim tíma liðnum með 1 mánaðar uppsagnafresti . Ath samningur fellur ekki sjálfkrafa úr gildi. Allar uppsagnir fara fram í Abler.

Stakur mánuður gildir í 31 dag.

Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga

Kl. 15.30-16.25

Krakkarnir geta valið um hvaða tíma þau mæta í hverju sinni. Mikilvægt er að þau hafi netfang svo hægt sé að skrá þau í wodify en það er forrit sem við notum til að skrá okkur í tímana og halda utanum árangur fyrir þá sem það vilja.