MÖMMUFIT

Sigrún leggur áherslu að kynnast iðkendum og aðlaga æfingarnar að þörfum barns og móður. Þú þarft ekki að hafa æft crossfit eða tekið þátt í annarri þjálfun til þess að skrá þig á námskeið hjá okkur, við tökum á móti þér þar sem þú ert í dag og hjálpum þér að búa til þinn grunn.

Á námskeiðinum leggjum við áherslu á styrktar- og þol þjálfun fyrir allan líkamann með sérstaka áherslu á grindarbotn, mjaðmir og mjóbak. Hver tími er byggður upp með tilliti til þess að mæður geti tekið krílin með sér í öruggt umhverfi með þjálfar, öðrum mæðrum og verðandi mæðrum.

Sigrún Arna Brynjarsdóttir sér alfarið um allt utanum hald fyrir tímana, prógramma gerð og þjálfun. Sigrún er 35 ára, tveggja barna móðir sem starfað hefur innan líkamsræktar og heilsu síðastliðin 15 ár, bæði sem einkaþjálfari, CrossFit þjálfari og eigandi CrossFit Stöðvar sjálf, og er hún núverandi stöðvarstjóri og yfirþjálfari hjá CrossFit Selfoss. Hún brennur fyrir að hjálpa öðrum að eignast betra og heilsusamlegra líf og ekki síst að hjálpa mæðrum og verðandi mæðrum með andlega og líkamlega heilsu. Námskeiðið er bæði fyrir mæður og verðandi mæður. Sigrún þjálfari á námskeiðinu er menntaður íþróttafræðingur, CrossFit Level2 þjálfari auk þess að vera sérhæfður meðgöngu- og mömmuþjálfari.

Námskeiðið er:

Mánudaga, miðvikudaga, og föstudaga kl. 10.00-10.55

*Námskeiðinu fylgir aðgangur að Open Gym í stöðinni okkar sem opin er 24/7. Geta þá konur farið og æft þegar þeim hentar ef þær missa af æfingu eða vilja æfa aukalega aðra daga vikunnar.

*Góðir búningsklefar, stórar og góðar sturtur, gufa og kaldur pottur.

Næsta námskeið hefst 6.maí til 31.maí 2024