KRAKKAFIT

Frábær alhliða undirbúningur fyrir hvaða íþrótt sem er. Krakkarnir fá að kynnast undirstöðuatriðum í olympískum lyftingum, fimleikum, kraftlyftingum ofl, bæta liðleika, snerpu,samhæfingu og jafnvægi.

Þjálfarar

Freyja Svavarsdóttir CrossFit Level 1 Þjálfari

 Yfirþjálfari Sigrún Arna Brynjarsdóttir, CF L 2 Þjálfari & CF Kids Þjálfari.

CrossFit námskeið fyrir 1.-6.bekk

Fjölbreytt og skemmtilegar æfingar með þau markmið að stuðla að alhliða formi barna með áherslu á góða líkamsbeitingu, kjarnastyrk, líkamsvitund og liðleika.

Námskeiðið byrjar 3.september og líkur 19.desember.

Æfingarnar eru þriðjudaga og fimmtudaga kl 15:30-16:20.

Salurinn opnar 10 mín fyrr.

Ekki er hægt að fá námskeiðið endurgreitt að skráningu lokinni. 

Forráðamenn viðurkenna með greiðslu æfingagjalda að veita CrossFit Selfoss rétt til nýtingar á myndum eða myndböndum af iðkanda/barni sem gætu verið persónugreinanlegar. Sem dæmi, en ekki tæmandi talið, í yfirlitsmyndum eða myndböndum yfir sal, efni sem tekið er upp á æfingatímum á meðan æfingum stendur.

CrossFit Selfoss mun þó ávallt leita samþykkis iðkanda eða forráðamanna ef um er að ræða nærmyndir eða annað persónulegra/-greinanlegra auglýsingaefni.

 

Frístundastyrkur Sveitarfélagsins Árborgar endurnýjast um áramót og eingöngu er hægt að ráðstafa honum í gegnum Abler.

Ráðstafaður frístundastyrkur sveitarfélaga er ekki endurgreiddur.

Ekki má flytja frístundastyrk milli systkina né milli ára.

Einungis er hægt að ráðstafa frístundastyrk á viðeigandi námskeið meðan það er í gildi.

 

Skilmálar æfingagjalda

Ganga þarf frá skráningu og greiðslu æfingagjalda á https://www.abler.io/shop/umfs/ Æfingagjöld skulu greidd í upphafi tímabils. Hver greiðsluseðill kostar 390,- sem er þóknun Greiðslumiðlunar. Nema sett sé kort inn til greiðslu. 

Öll æfingagjöld sem ekki eru greidd á eindaga fara í innheimtu hjá Motus, þetta gerist sjálfkrafa í félagagjaldakerfinu.

 

Allar skráningar á námskeið eru endanlegar og ekki hægt að afskrá/afpanta á netinu.

Skrá þarf iðkendur í Abler þar sem forráðamenn geta ráðstafað frístundastyrk eða gengið frá greiðslu með öðrum hætti.

Greiðsluseðlar birtast í heimabanka á nafni Greiðslumiðlunar sem hefur umsjón með innheimtu æfingagjalda.