NÁMSKEIÐ

Komdu og upplifðu skemmtilega og hvetjandi hreyfingu MömmuFit og KrakkaFit. 

Á MömmuFit námskeiðunum leggjum við áherslu á styrktar- og þol þjálfun fyrir allan líkamann með sérstaka áherslu á grindarbotn, mjaðmir og mjóbak. Hver tími er byggður upp með tilliti til þess að mæður geti tekið krílin með sér í öruggt umhverfi með þjálfar, öðrum mæðrum og verðandi mæðrum.

KrakkaFit námskeiðin eru svo frábær alhliða undirbúningur fyrir hvaða íþrótt sem er. Krakkarnir fá að kynnast undirstöðuatriðum í olympískum lyftingum, fimleikum, kraftlyftingum ofl, bæta liðleika, snerpu,samhæfingu og jafnvægi.

Fullkomið tækifæri til að efla líkamsstyrk og gleði í góðum félagsskap. Vertu með og gerðu hreyfingu að skemmtilegum hluta þínu lífi!