ÞJÁLFARAR

Sigrún Arna Brynjarsdóttir

Yfirþjálfari og stöðvarstjóri CrossFit Selfoss

Sigrún er 35 ára, tveggja barna móðir sem starfað hefur innan líkamsræktar og heilsu síðastliðin 15 ár, bæði sem einkaþjálfari, CrossFit þjálfari og eigandi CrossFit Stöðvar sjálf, og er hún núverandi stöðvarstjóri og yfirþjálfari CrossFit Selfoss.

Hún er menntuð með BS í íþrótta- og heilsufræði, CrossFit Level 2 þjálfari, CrossFit Weightlifting, CrossFit Kids og Mömmu&meðgöngu þjálfararéttinda. Ásamt því að hafa þjálfararéttindi innan næringar og heilsu og rekur sína eigin online þjálfarasíðu með bæði næringarþjálfun og öðru.

Hildigunnur Sveinsdóttir

Hildigunnur eða Hiddý eins og hún er kölluð æfði fimleika í mörg ár þegar hún var yngri, bæði áhalda fimleika og hópfimleika. Hún er með CF L1 þjálfararéttindi og hefur verið þjálfari hjá CrossFit Selfoss síðustu 5 árin.

Hún er með meistaragráðu i lífeindafræði og er einingarstjóri stofngreininga á Sýkla- og Veirufræðideild Landspitalans.

Annars brennur hún fyrir það að getað hjálpað fólki að ná sínum markmiðum og er CrossFit bæði hennar áhugamál og auka vinna.

Örvar Arnarson

Örvar hefur stundað ólympískar lyftingar frá 1995 og keppt töluvert. Var Íslandsmeistari í nokkrum þyngdarflokkum, svo sem -64,-69,-73,-77. Til gamans að geta hefur hann átt Íslandsmet í þessum flokkum.

Hann hefur þjálfað OLY í 10 ár hjá CrossFit Selfoss.

Hann starfaði sem bakari hjá Almari bakara og hefur mjög gaman af brauðum og kökum. í frítíma sínum stundar hann hestamennsku og útivist svo eitthvað sé nefnt.

Harpa Almarsdóttir

Harpa er 28 ára Selfyssingur sem hefur stundað Crossfit síðan 2013. Hún hefur þrisvar keppt á Íslandsmóti einstaklinga og einu sinni á Íslandsmóti liða. Jafnframt hefur hún keppt í ólympískum lyftingum.

Undanfarin þrjú ár hefur Harpa starfað sem þjálfari hjá Crossfit Hengli í Hveragerði ásamt því að vera flugfreyja hjá Icelandair.

Harpa er með BS í ferðamálafræði, BS í íþrótta- og heilsufræði og er einnig með leiðsögumannapróf.

Hörpu finnst fátt skemmtilegra en að taka sveitta æfingu í góðum félagsskap, hefur gaman að því að hvetja aðra og miðla sinni þekkingu og reynslu.

Guðmundur Bjarni

Gummi er selfyssingur sem stundar nám við píparann í FSu. Hann hefur stundað CrossFit síðan í 2017 og þjálfað hjá okkur síðan árið 2021. Hann hefur lokið CrossFit L1 þjálfaranámskeiði og hyggst á frekari menntun innan greinarinnar.

Hann brennur fyrir æfingar og ekki minnst að geta miðlað til annarra, bæði þeirra sem eru yngri en hann og langar að ná lengra og einnig þeirra sem hafa áhuga á að mæta í tíma og verða betri.

Gummi bæði æfir að kappi og þjálfar hjá Crossfit Selfoss.

Freyja Björt Svavarsdóttir

Freyja er CrossFit L1 þjálfari og þjálfar hjá okkur Unglinga- og KrakkaFit. Freyja er öflug í lyftingum og stundar þær af kappi ásamt því að æfa CrossFit af fullu samhliða frammhaldsskólanámi.

Henni finnst mjög gaman að miðla bæði reynslu sinni og þekkingu til yngri iðkenda og vonast til þess að þeir sem hafi ekki fundið sitt áhugamál finni CrossFit og gleðina sem því fylgir.

Tryggvi Freyr Magnússon

Tryggvi Freyr hefur starfað hjá CrossFit Selfoss til margra ára, en er nú fluttur til Reykjavíkur til þess að klára námið sitt. Hann mun þó bregða fyrir öðru hvoru á laugardögum og erum við heppin að hafa hann áfram í teyminu okkar.

Íris Birta Bergmann

Íris Birta er 19 ára stelpa frá Grundarfirði. Þar þjálfaði hún CrossFit í tvö ár bæði krakka og fullorðna þangað til hún flutti á Selfoss. Íris hefur grunn úr hinum ýmsu íþróttum en var mest í fótbolta og blaki.

Henni finnst ekkert skemmtilegra en að hjálpa öðrum að færast nær markmiðum sínum, stórum sem smáum. Íris er ein af krakkafitteyminu okkar og þjálfar einnig aðra opna tíma.

Rannveig Harpa

Rannveig er 26 ára Selfyssingur sem hefur stundað Crossfit síðan 2017. Hún hefur mikinn áhuga á íþróttum og hreyfingu en hún æfði fimleika á sínum yngri árum.

Hún er með master í íþrótta- & heilsufræði og vinnur sem umsjónarkennari í Vallaskóla ásamt því að þjálfa hjá Vatn og heilsu.

Rannveig hefur mikla reynslu af þjálfun bæði í fimleikum, vatnsleikfimi og með öldruðum og við vitum að hana hlakkar mikið til að takast á við áskoranir á nýjum stað hjá okkur.